FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR NÝJAST 23:30

David Bowie sigurvegari Brit-verđlaunahátíđarinnar

LÍFIĐ

Lummur

 
Menning
00:01 28. OKTÓBER 2004
Lummur

Lummur eđa klattar er bćđi sađsamt og gott međlćti međ kaffi, mjólk eđa kakói. Ţađ kćtir börnin í kaffitímanum og er líka sérlega fljótlegt ađ grípa til ţegar gesti ber óvćnt ađ garđi. Lummur eru bakađar úr fremur ţykku degi og nauđsynlegt er ađ bera feiti undir á pönnuna ţví engin feiti er í deginu. Einnig ţarf ađ gćta ţess ađ hafa hitann ekki of mikinn á plötunni. Í seinni tíđ hafa lummur ekki veriđ í tísku og jafnvel ţótt frekar "lummó" en ótrúlega margir sem fúlsa viđ lummum gína viđ amerískum pönnukökum sem eru ţó í raun sami hluturinn.

Lummur eđa amerískar pönnukökur

5 dl hveiti

4 msk. sykur

4 tsk. lyfitduft

1 tsk. salt

6 msk. bragđlítil olía

5 dl súrmjólk/mjólk (best er ađ blanda um ţađ bil til helminga)

2 egg (3 ef mađur vill hafa meira viđ)

Blandiđ ţurrefnum í skál. Ţeytiđ ţví sem fljótandi er í hrćrivél eđa međ gaffli og blandiđ loks ţví ţurra og blauta saman ţar til ţađ hefur jafnast vel. Hitiđ pönnu (gjarnan pönnukökupönnu -- en má vera hvađa panna sem er) og setjiđ á hana smjörklípu. Best er ađ hella deiginu á pönnuna međ lítilli ausu til ađ ná lummunum öllum álíka stórum. Ţegar yfirborđ lummunnar er orđiđ ţakiđ loftbólum er mál ađ snúa henni viđ.

Ýmis tilbrigđi má hafa viđ ţessar lummur sem líka má kalla amerískar pönnukökur. Til dćmis má minnka sykurinn, nota hrásykur eđa sleppa sykrinum alveg, blanda saman hvítu hveiti og heilhveiti. Ţá má nota til dćmis ólífuolíu í stađ olíu međ hlutlausu bragđi eđa krydda međ engifer eđa kanil svo dćmi séu tekin. Loks má setja brytjađa ávexti eđa ber í deigiđ.

Grautarlummur

300 g grautur

100 g hveiti

1/2 tesk. natron

1 egg

2 dl mjólk

1 dl rúsínur

kardemommur

Nota má hvort sem er grjónagraut eđa hafragraut og hann er hrćrđur ţar til hann er jafn. Ţá er ţurrefninu blandađ út í til skiptist viđ eggiđ og mjólkina. Rúsínurnar settar síđast. Lummurnar settar međ skeiđ á olíuborna pönnu í smá klatta og bakađar á báđum hliđum.

Borđađar međ sykri eđa sultu.

Hvunndagsklattar

4 dl hveiti

2 dl sigtimjöl eđa heilhveiti

1 tesk. kanill

1 tesk. natron

1/2 tesk. salt

2 egg

1 msk. hunang

2 msk. púđursykur

1 rifiđ epli

5 dl mjólk

Allt hrćrt saman. Ţurrefnin fyrst. Bakađ á pönnukökupönnu eđa annarri pönnu sem svolítil feiti er borin á fyrst. Bestir eru klattarnir heitir međ hlynsýrópi eđa sykri. Ţeyttur rjómi er munađur međ.


Grauturinn gerir lummurnar mýkri en ella.
Grauturinn gerir lummurnar mýkri en ella. MYND/GVA


Hvunndagsklattarnir eru međ léttu kanilbragđi.
Hvunndagsklattarnir eru međ léttu kanilbragđi. MYND/GVA


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Fara efst