Erlent

Lula verður dreginn fyrir dóm vegna spillingarmála

Atli Ísleifsson skrifar
Luiz Inacio Lula da Silva gegndi embætti forseta Brasilíu á árunum 2003 til 2011.
Luiz Inacio Lula da Silva gegndi embætti forseta Brasilíu á árunum 2003 til 2011. Vísir/AFP
Alríkisdómari í Brasilíu úrskurðaði í dag að Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti landsins, verði dreginn fyrir dóm vegna ásakana um spillingu.

Ákæran á hendur Lula, sem gegndi embætti forseta Brasilíu á árunum 2003 til 2011, snýr að meintum mútugreiðslum í tengslum framkvæmdir á vegum ríkisrekna olíufyrirtækisins Petrobras. Mútugreiðslunar eiga að hafa numið 3,7 milljónir reais, um 127 milljónum króna.

Í frétt Reuters kemur fram að ákvörðun alríkisdómarans kunni að koma í veg fyrir að Lula snúi aftur í stjórnmálin, en hann hefur verið orðaður við endurkomu í stjórnmálin þar sem margir telja hann ætla sér að sækjast eftir forsetaembættinu árið 2018.

Öldungadeild brasilíska þingsins ákvað í síðasta mánuði að víkja Dilmu Rousseff, samflokkskonu Lula í Verkamannaflokknum og arftaka hans í embætti, úr stóli forseta. Henni var vikið tímabundið úr embætti í maí og var sökuð um að hafa hagrætt fjárlögum landsins til að hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins.

Varaforseti Rousseff, hægrimaðurinn Michel Temer, tók þá við embætti forseta.


Tengdar fréttir

Rouseff vikið úr embætti forseta

Brasilískir öldungadeildarþingmenn kusu gegn forsetanum sem hefur verið sökuð um hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×