Erlent

Lula hyggst hreinsa sig af ásökunum um spillingu

„Ég óttast ekkert,“ segir forsetinn fyrrverandi.
„Ég óttast ekkert,“ segir forsetinn fyrrverandi. vísir/epa
Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, segist ætla að hreinsa sig af ásökunum um meint fjármálamisferli og spillingu hjá ríkisrekna olíufyrirtækinu Petrobras. Hann var handtekinn á heimili sínu í morgun og færður til yfirheyrslu.

Lula sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í kvöld þar sem hann neitar sök. „Ég óttast ekkert,“ segir hann í yfirlýsingunni.

Rannsókn málsins hefur verið í gangi í lengri tíma. Húsleit hefur verið gerð á yfir þrjátíu stöðum og ellefu hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Alls koma um tvö hundruð lögreglumenn að aðgerðunum í Río de Janeiru, Sao Paulo og Bahia.

Einn liður í rannsókninni snýr að verktakafyrirtæki sem á að hafa aðstoðaðað Lula á óeðlilegan hátt við byggingu búgarðs og íbúðar við ströndina. Fjöldi framkvæmdastjóra og stjórnmálamanna hefur verið handtekinn og liggja undir grun um að hafa rukkað of mikið fyrir samninga við Petrobas og nota ágóðann til mútugreiðslna.

Lula, sem var forystumaður í verkamannaflokknum, var forseti í tvö kjörtímabil í Brasilíu. Í hans tíð urðu umtalsverðar bætur í efnahagskerfi landsins og er honum þakkað fyrir að hafa hjálpað milljónum manna úr fátækt að því er fram kemur í frétt BBC.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×