Erlent

Lula ákærður fyrir fjárdrátt

Samúel Karl Ólason skrifar
Luis Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu.
Luis Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu. Vísir/EPA
Saksóknarar í Brasilíu hafa lagt fram ákærur gegn Luis Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins. Hann er sakaður um fjárþvott tengdum spillingu í opinberu olíufyrirtæki. Dómari á þá eftir að staðfesta ákærurnar. Forsetinn er einn af sextán sem eru sakaðir um brot, en sonur hans er einnig á listanum.

Sjálfur segir Lula að ásakanirnar gegn honum séu rangar og keyrðar áfram af stjórnmálaöflum sem séu óvinveitt sér.

Saksóknarar munu segja nánar frá ákærunum á blaðamannafundi í dag, samkvæmt frétt BBC. Lögmaður Lula hefur ekki fengið aðgang að ákærunum enn.

Auk fjárdráttar þarf Lula að svara spurningum vegna þakíbúðar sem sögð er vera í eigu hans og eiginkonu hans. Opinbert verktakafyrirtæki Brasilíu er sagt hafa umfangsmiklar endurbætur á íbúðinni, sem er opinberlega í eigu fyrirtækisins, sem einnig er til rannsóknar vegna spillingar.

Stuðningsmenn Lula segja að tilgangur þessara árása sé að draga úr trausti almennings til Lula. Talið er að hann hafi mögulega ætlað að bjóða aftur kost á sér til forseta árið 2018. Hann er gríðarlega vinsæll í Brasilíu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×