Golf

Luke Donald leiðir fyrir lokahringinn á RBC Heritage

Luke Donald var í miklu stuði í gær.
Luke Donald var í miklu stuði í gær. AP/Getty
Englendingurinn Luke Donald leiðir fyrir lokahringinn á RBC Heritage mótinu sem fram fer Harbour Town vellinum í Suður-Karólínufylki en Donald er samtals á átta höggum undir pari eftir fyrstu þrjá hringina. Í öðru sæti er John Huh á sex höggum undir pari en fjórir kylfingar deila þriðja sætinu á fimm höggum undir, Jim Furyk, Charl Schwartzel, Nicolas Thompson og Ben Martin.

Það verður því spennandi að sjá hvort að Luke Donald tekst að landa sigri í kvöld en þessi fyrrum besti kylfingur heims hefur verið í smá lægð að undanförnu og ekki unnið atvinnumannamót í rúmlega tvö ár. Það ætti að teljast líklegt miðað við hvernig Donald hefur spilað um helgina en hann hefur verið að pútta og vippa óaðfinnanlega, sérstaklega á síðasta hring þar sem hann lék á 66 höggum eða fimm undir pari.

Lokahringurinn fer fram í kvöld og hefst bein útsending á Golfstöðinni klukkan 17:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×