Enski boltinn

Lukaku hafnaði besta samningnum í sögu Everton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. Vísir/Getty
Romelu Lukaku ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning hjá Everton eins og allir bjuggust við.

Everto bauð belgíska framherjanum besta samninginn í sögu félagsins og það leit allt út fyrir að hann myndi skrifa undir.  BBC segir frá.

Romelu Lukaku hafnaði hinsvegar þessum samning i í dag er þessi 23 ára gamli framherji átti að fá 140 þúsund pund í vikulaun eða tæpar 19 milljónir íslenskra króna.

Mino Raiola, umboðsmaður Romelu Lukaku, talaði um það á dögunum að það væri 99,9 prósent líkur á því að leikmaðurinn myndi skrifa undir og fréttir dagsins eru því mikið áfall fyrir stuðningsmenn Everton.

Romelu Lukaku hefur látið forráðamenn Everton vita af því að hann ætli ekki að skrifa undir nýjan samning. Það er þó ekki eins og Everton sé að missa Romelu Lukaku en hann á enn eftir tvö ár af samningi sínum.

Everton keypti Romelu Lukaku á 28 milljónir punda frá Chelsea árið 2014 en vill væntanlega fá eitthvað í kringum 60 milljónir fyrir hann í dag. Þessar fréttir í dag auk líkurnar á því að félagið reyni að selja hann áður en samningurinn rennur út.

Romelu Lukaku hefur staðið sig mjög vel í framlínu Everton-liðsins og er þegar kominn með 19 mörk á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×