Enski boltinn

Luis Suarez tók viðtal við Paul McCartney

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Lucas, Suarez og Agger á æfingu.
Lucas, Suarez og Agger á æfingu. Vísir/Getty
Paul McCartney, fyrrum bítillinn var í viðtali hjá Luis Suarez í auglýsingu fyrir tónleika kappans í Montevideo í Úrúgvæ sem fara fram í kvöld.

Suarez og McCartney ræddu meðal annars menningarlega hluti til að sjá í Liverpool, tónlist, síðustu tónleika McCartney í Úrúgvæ og Heimsmeistaramótið sem fer fram í Brasilíu í sumar.

Spjallið var á léttu nótunum og bað Suarez bítilinn fyrrverandi að lokum um að hringja í Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Liverpool og aðstoða hann að fá frí til þess að mæta á tónleikana.

McCartney sem er frá Liverpool stóðst ekki freistinguna undir lokin og opinberaði aðdáun sína á Everton á lokasekúndum myndbandsins. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.

Ólíklegt er að Suarez muni vaka eftir tónleikunum en hann verður í eldlínunni með Liverpool gegn Norwich í hádeginu á morgun. Suarez hefur skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum liðanna og hafa sum þeirra verið hreint út sagt stórglæsileg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×