Enski boltinn

Luis Suarez í Liverpool í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez í heimsókn sinni á Melwood í gær.
Luis Suarez í heimsókn sinni á Melwood í gær. Vísir/Getty
Hjarta stuðningsmanna Liverpool tók örugglega aukakipp í gær þegar þeir sáu Luis Suarez mæta á æfingasvæði félagsins í gær.

Luis Suarez er að gera frábæra hluti með Barcelona þessa dagana en hann ákvað að kíkja í heimsókn til síns gamla félags í Liverpool. Luis Suarez og félagar í Barcelona fengu stutt frí og Úrúgvæmaðurinn fór til Englands og tók börnin sín með.

Suarez ræddi meðal annars við Mamadou Sakho og franski varnarmaðurinn setti inn myndband á Twitter-síðu sína.

„Það var frábært að hitta strákana. Allir hér eru svo vingjarnlegir og ég sakna þeirra. Ég vildi því kíkja í stutta heimsókn og hitta nokkra vini," sagði Luis Suarez við heimasíðu Liverpool.

Luis Suarez er því ekkert á heimleið og mun spila áfram með Barcelona þar sem hann er sem stendur markahæsti leikmaður Katalóníuliðsins.

Luis Suarez hefur þegar skorað 42 mörk á tímabilinu þar af 26 þeirra í 27 deildarleikjum. Hann skoraði 25 mörk í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili.

Luis Suarez skoraði alls 82 mörk í 133 leikjum í öllum keppnum með Liverpool en hann var með yfir 30 mörk á tveimur síðustu tímabilum sínum á Anfield.

Hér fyrir neðan má sjá Instagram-síðu Liverpool segja frá heimsókn Luis Suarez í gær.

@luissuarez9 watching #LFC training today!

A photo posted by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on

Great to see you, @luissuarez9!

A video posted by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on

@luissuarez9: 'I had a really good moment here. You remember these good moments. Liverpool are so important in my life.' #LFC

A photo posted by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×