Erlent

Lufthansa hyggst greiða aðstandendum 7,5 milljón króna

Atli Ísleifsson skrifar
150 fórust þegar vélinni var grandað.
150 fórust þegar vélinni var grandað. Vísir/AFP
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur boðið aðstandendum farþega 4U 9525 vélar Germanwings 50 þúsund evra í skaðabætur á hvern farþega, eða jafnvirði 7,5 milljón króna.

Frá þessu er greint á vef Die Welt.

Flest þykir benda til þess að aðstoðarflugmaðurinn Andreas Lubitz hafi flogið vélinni viljandi á fjallgarðinn með þeim afleiðingum að hann og 149 manns til viðbótar létu lífið.

Komið hefur í ljós að flugmaðurinn átti við veikindi að stríða sem hann hélt leyndum frá vinnuveitendum og samstarfsfélögum sínum. Germanwings er dótturfélag Lufthansa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×