Erlent

Lubitz leyndi veikindum sínum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglumenn tóku fjölda muna af heimili Andreas Lupitz.
Lögreglumenn tóku fjölda muna af heimili Andreas Lupitz. Vísir/AP
Saksóknarar í Dusseldorf segja að aðstoðarflugmaðurinn Andreas Lupitz hafi átt við veikindi að stríða. Skjöl sem fundust á heimili hans, benda til að hann hafi haldið veikindum sínum leyndum frá vinnuveitendum og samstarfsfélögum sínum.

Rannsakendur fundu ekki sjálfsvígsbréf né nein sönnunargögn sem benda til þess að Lupitz hafi brotlent vélinni af hugmyndafræði- eða stjórnmálafræðilegum ástæðum. Hins vegar fundust læknavottorð sem höfðu verið rifin í tætlur. Þar kom fram að hann hefði ekki átt að vera í vinnunni á þriðjudaginn vegna veikinda sinna.

Saksóknararnir tóku ekki fram hvaða veikindi um ræðir, samkvæmt Independent. Lupitz glímdi þó við þunglyndi fyrir um sex árum og þurfti að taka eins og hálfs árs frí frá námi sínu vegna þessa. Fjölmiðlar í Þýskalandi halda því einnig fram að hann hafi átt í sambandsvandræðum.


Tengdar fréttir

Síðustu mínútur flugsins

Þrjátíu mínútna hljóðupptaka úr flugstjórnarklefa vélarinnar hefur gefið skýrustu myndina af atburðarrásinni hingað til þegar flugvél Germanwings brotlenti í Ölpunum á þriðjudaginn.

Kafa djúpt í líf Lubitz

Þýska lögreglan hefur hafið viðamikla rannsókn á lífi Andreasar Lubitz, aðstoðarflugmanni German Wings sem flaug Airbus þotu af ráðnum hug á fjallshlíð í Ölpunum.

Flugmenn koma Lubitz til varnar

Samband atvinnuflugmanna í Þýskalandi segir ótímabært að staðhæfa um aðgerðir Lubitz án hins svarta kassans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×