Erlent

Lubitz átti von á barni með kærustu sinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lubitz var í sambúð með konunni með Dusseldorf og greinir Der Spiegel frá því að parið hafi jafnvel ætlað að giftast.
Lubitz var í sambúð með konunni með Dusseldorf og greinir Der Spiegel frá því að parið hafi jafnvel ætlað að giftast.
Andreas Lubitz átti von á barni með kærustunni sinni, að því er þýskir miðlar greina frá í dag. Bild am Sonntag segir frá því að konan, sem starfaði sem kennari, hafi sagt nemendum sínum frá óléttunni fyrir nokkrum vikum.

Talið er að kærasta Lubitz, sem ekki hefur verið nafngreind í fjölmiðlum, hafi verið á leiðinni á slysstað í frönsku Ölpunum þegar henni bárust fregnir af því að talið væri að kærasti hennar væri grunaður um að hafa grandað vélinni viljandi.

Lubitz var í sambúð með konunni í Dusseldorf. Þá greinir Der Spiegel frá því að parið hafi jafnvel ætlað að giftast.

150 manns fórust í flugslysinu síðastliðinn þriðjudag. Afar erfitt hefur reynst að bera kennsl á líkin vegna þess að vélin skall á fjallinu af gríðarlegri hörku. Þó hefur nú tekist að greina lífsýni 78 farþega en rannsakendur neituðu því að líkamsleifar Lubitz hafi fundist.


Tengdar fréttir

Síðustu mínútur flugsins

Þrjátíu mínútna hljóðupptaka úr flugstjórnarklefa vélarinnar hefur gefið skýrustu myndina af atburðarrásinni hingað til þegar flugvél Germanwings brotlenti í Ölpunum á þriðjudaginn.

Lubitz átti í vandræðum með sjónina

Flugmaðurinn Andreas Lubitz leitaði til læknis vegna vandræða með sjón sína nokkrum dögum áður en hann flaug flugvél Germanwings á fjall í frönsku Ölpunum á þriðjudaginn.

„Opnaðu helvítis dyrnar!“

Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag.

Fundu geðlyf heima hjá Lubitz

Þýska blaðið Welt am Sonntag greinir frá því í dag að geðlyf hafi fundist heima hjá þýska flugmanninum Andreas Lubitz sem grandaði farþegaþotu í frönsku Ölpunum á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×