Handbolti

Lovísa valin í landsliðshópinn fyrir síðustu leikina í undankeppni EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lovísa Thompson fær tækifæri í A-landsliðinu í fyrsta sinn.
Lovísa Thompson fær tækifæri í A-landsliðinu í fyrsta sinn. vísir/anton
Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið 19 manna hóp fyrir leikina gegn Frakklandi og Þýskalandi í undankeppni EM 2016 í byrjun júní.

Lovísa Thompson, 16 ára leikmaður Íslandsmeistara Gróttu, er eini nýliðinn í hópnum. Þá er Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, í hópnum en hún hefur ekki gefið kost á sér í landsliðið undanfarin misseri og hyggst taka sér frí frá handboltaiðkun á næsta tímabili.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Gróttu, og Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram, gáfu ekki kost á sér að þessu sinni vegna meiðsla.

Leikurinn við Frakka fer fram í Valshöllinni 1. júní en fjórum dögum síðar mætir íslenska liðið því þýska ytra.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markmenn:

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Haukar

Florentina Stanciu, Stjarnan

Íris Björk Símonardóttir, Grótta

Aðrir leikmenn:

Arna Sif Pálsdóttir, Nice

Birna Berg Haraldsdóttir, Savehof

Hildigunnur Einarsdóttir, Koblenz

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss

Karen Knútsdóttir, Nice

Kristín Guðmundsdóttir, Valur

Lovísa Thompson, Grótta

Ramune Pekarskyte, Haukar

Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Randers

Sólveig Lára Kjærnested, Stjarnan

Steinunn Björnsdóttir, Fram

Steinunn Hansdóttir, Skandeborg

Sunna Jónsdóttir, Skrim

Thea Imani Sturludóttir, Fylkir

Unnur Ómarsdóttir, Grótta

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Grótta




Fleiri fréttir

Sjá meira


×