Handbolti

Lovísa Thompson ekki eina 1999-stelpan í A-landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lovísa Thompson.
Lovísa Thompson. Vísir/Vilhelm
Axel Stefánsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið tuttugu leikmenn í æfingahóp A-landsliðs kvenna.

Leikmennirnir munu æfa í Reykjavík frá 10. til 12. apríl. Leikmenn erlendra liða koma ekki til greina í þetta verkefni þar sem ekki er um alþjóðlega landsliðsviku að ræða.

Axel valdi alls sjö nýliða í hópinn. Þær eru Andrea Jacobsen og Díana Kristín Sigmarsdóttir úr Fjölni, Berglind Þorsteinsdóttir úr HK, Perla Ruth Albertsdóttir úr Selfossliðinu, Sandra Erlingsdóttir úr ÍBV, Selma Þóra Jóhannsdóttir úr Gróttu og Stefania Theodórsdóttir úr Stjörnunni.

Gróttustelpan Lovísa Thompson hefur verið yngsta landsliðskonan í síðustu verkefnum og er það áfram. Hún er samt ekki sú eina í hópnum sem er fædd árið 1999 en hin er HK-stelpan Berglind Þorsteinsdóttir. Lovísa Thompson hefur spilað fimm landsleiki.

Aðeins tveir leikmenn í æfingahópnum eru fæddar fyrir 1990 en það eru liðsfélagarni Guðrún Ósk Maríasdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir úr Fram sem báðar eru fæddar árið 1989. Hildur er reynslumest í hópnum með 52 leiki en Unnur Ómarsdóttir úr Gróttu hefur spilað 28 landsleiki.

Æfingahópur A-landsliðs kvenna í handbolta 10.-12. apríl 2017:

Andrea Jacobsen, Fjölnir             9.4. 1998        0/0

Berglind Þorsteinsdóttir, HK            2.1. 1999        0/0

Díana Kristín Sigmarsdóttir, Fjölnir        3.3. 1995        0/0

Elena Birgisdóttir, Stjarnan            18.9. 1997        2/0

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Haukar        30.11. 1996        10/0

Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram            12.3. 1989        32/1

Hafdís Renötudóttir, Stjarnan            12.7. 1997        2/0

Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan        17.5. 1994        11/7

Hildur Þorgeirsdóttir, Fram                11.3. 1989        52/34

Karólína Bæhrenz Lárudóttir, ÍBV        9.4. 1994        21/13

Lovísa Thompson, Grótta                27.10. 1999        5/4

Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss        21.9. 1996        0/0

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram            10.6. 1997        9/7

Sandra Erlingsdóttir, ÍBV             27.7. 1998        0/0

Selma Þóra Jóhannsdóttir, Grótta        6.3. 1998        0/0

Stefania Theodórsdóttir Stjarnan        12.6. 1997        0/0

Steinunn Björnsdóttir, Fram            10.3. 1991        23/4

Thea Imani Sturludóttir, Fylkir            21.1. 1997        12/8

Unnur Ómarsdóttir, Grótta                18.11. 1990        28/28

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Grótta        3.11. 1997        21/11




Fleiri fréttir

Sjá meira


×