Handbolti

Lovísa: Fékk útrás í sókninni

Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar
Lovísa skoraði alls fimm mörk í kvöld.
Lovísa skoraði alls fimm mörk í kvöld. vísir/ernir
Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, var merkilega róleg eftir að Seltirningar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með 30-29 sigri á Haukum í tvíframlengdum leik í kvöld.

Lovísa lét lítið fyrir sér fara framan af leik en hún steig upp á lokakaflanum, skoraði tvö síðustu mörk Gróttu í venjulegum leiktíma og svo sigurmark liðsins undir lok seinni framlengingarinnar.

"Ég veit ekki hvað skal segja, mér finnst þetta allavega gaman," sagði Lovísa hin rólegasta eftir leik.

Haukar leiddu megnið af leiknum en með breyttri og bættri vörn náði Grótta að jafna metin og tryggja sér framlengingu.

"Vörnin, karakterinn í liðinu og breytt hugarfar," sagði Lovísa aðspurð hvað hafi skilað Gróttu sigrinum.

Íris Björk Símonardóttir átti einnig frábæran leik í marki Gróttu og varði m.a. fjögur víti á lokakaflanum.

"Það er magnað að vera með þennan markmann og algjör forréttindi," sagði Lovísa sem virtist eiga nóg eftir á tankinum undir lokin þegar aðrir leikmenn voru farnir að þreytast.

"Ég spilaði bara vörn til að byrja með en fékk smá útrás í sókninni," sagði Lovísa hin glaðasta að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×