Innlent

Lottóvinningshafinn var með skuldir í vanskilum

Atli Ísleifsson skrifar
Vinningsmiðinn var keyptur í N1 Ártúnsholti.
Vinningsmiðinn var keyptur í N1 Ártúnsholti. Vísir/Valli
Vinningshafi í Lottóinu hefur nú nálgast 32,8 milljón króna vinning sinn í laugardagslottói síðustu helgar.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að vinningshafinn hafi sagt þetta þvílíkt happ og í raun ótrúlegt, þar sem erindið í N1 í Ártúnsholti hafi ekki verið að næla sér í Lottómiða heldur að fá sér að borða.

„Hann hafi þó í röðinni áttað sig á að það væri laugardagur og síðustu forvöð að taka þátt í leiknum, aðeins nokkrar mínútur í lokun. Undanfarin ár hefur hann unnið baki brotnu fyrir skuldum sem komnar eru í margra ára vanskil og hann sér því, allt í einu, lausn sinna mála.

Aðspurður hvort hann tæki oft þátt, játaði hann og sagðist hafa unnið lága upphæð fyrir fjóra rétta, en sannfærður um að stærri vinningur væri „alveg að koma“,“ segir í tilkynningunni.

Vinningshafinn lýsti vel hjartslættinum sem hann telji að allir fái, líka þeir sem fái lægri vinningsupphæðir. „Þetta hafi verið ólýsanleg tilfinning.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×