Innlent

Lottóvinningshafar byrja á því að kaupa sér bíl

Atli Ísleifsson skrifar
Alls voru fjórir miðaeigendur með allar tölur réttar og fékk hver um sig um 23,5 milljónir króna í sin hlut.
Alls voru fjórir miðaeigendur með allar tölur réttar og fékk hver um sig um 23,5 milljónir króna í sin hlut. Vísir
Fyrstu lottóvinningshafarnir eftir útdrátt laugardagsins hafa nú nálgast vinninginn. Alls voru fjórir miðaeigendur með allar tölur réttar og fékk hver um sig um 23,5 milljónir króna í sin hlut.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að hjón hafi nálgast vinning sinn í morgun. Þar segir að á meðan eiginkonan horfði á útdráttinn með miðann í höndunum, hafi hún kallað spennt fram til eiginmannsins þegar þrír réttir voru komnir í hús, og svo fjórir og að lokum fimm réttar tölur.

„Hjónin höfðu á orði að þau hafi fundið fyrir dálitlu stressi með hvar þau ættu að geyma þennan dýrmæta pappír, sem var tíu raða sjálfvalsmiði. Þar sem þau hafa verið bíllaus um hríð, þá verður þeirra fyrsta verk að fjárfesta í bifreið,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×