Erlent

Losa fóstur við erfðasjúkdóma

Ingólfur Eiríksson skrifar
Mynd/Getty Images
Mynd/Getty Images
Læknum í London hefur með kjarnsýrugreiningu tekist að einangra litninga sem valda vöðvavisnun.

DNA-strok var tekið af tilvonandi móður með erfðasjúkdóm og gallinn í erfðalyklinum fundinn.

Þá var farið í hefðbundna glasafrjóvgunarmeðferð, þar sem tekið var lífsýni af fósturvísunum til að komast að því hverjir þeirra væru lausir við sjúkdóminn.

Sonur konunnar er nú orðinn þriggja mánaða og hraustur, laus við vöðvavisnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×