Sport

Los Angeles sækir um að halda Sumarólympíuleikana 2024

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/getty
Ólympíunefnd Bandaríkjanna lýsti í gær yfir ánægju sinnar vegna ákvörðunnar Los Angeles um að sækja um að halda Ólympíuleikana 2024.

Fari svo að leikarnir fari fram í Los Angeles yrði það í þriðja sinn sem Ólympíuleikar fara fram í borginni en Ólympíuleikarnir hafa ekki farið fram í Bandaríkjunum í 28 ár, allt frá leikunum sem fóru fram í Atlanta.

Val Alþjóðaólympíunefndarinnar verður ekki gert kunngert fyrr en 2017 en borgirnar Róm, París, Hamburg og Búdapest hafa allar sótt um að halda leikana.

Þá hafa borgirnar Nairobi og Casablanca í Afríku, Doha í Mið-Austurlöndunum, Kiev, Istanbul og Baku í Evrópu og Toronto í Kanada allar greint frá áhuga sínum að halda leikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×