Innlent

Lopapeysan mikilvæg í sögunni

Mikilvægt að skrá sögu peysunnar.
Mikilvægt að skrá sögu peysunnar.
„Mér fannst þörf á að skrásetja söguna, ég talaði til dæmis við prjónakonur á níræðisaldri því mér fannst mikilvægt að þeirra þekking glataðist ekki,“ segir Ásdís Ósk Jóelsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, sem nýlega gerði rannsókn á uppruna, hönnun og þróun íslensku lopapeysunnar.

Ásdís segir að hjá þessum prjónakonum hafi hraðprjón verið mikilvægt. „Þetta snerist um að geta fjöldaframleitt. En þannig festist lopapeysan í sessi,“ segir Ásdís. „Lopapeysan er mikilvægur hluti tæknibyltingar útflutnings og hönnunarsögu þjóðarinnar. Hún hefur marga snertifleti við þjóðina sem aldrei áður hefur verið fjallað um.“

Í skýrslu Ásdísar um rannsóknina kemur fram að stofnun kvennaskóla, húsmæðraskóla og Handíðaskólans auk öflugrar starfsemi Heimilisiðnaðarfélags Íslands og skrifstofunnar „Íslenzk ull“ á fyrri hluta 20. aldar hafi lagt grunn að listiðnaðinum og almennri prjónaþekkingu. Handavinna var gerð að skyldunámsgrein í grunnskólum árið 1936. Árið 1967 voru svo fluttar út um 40-60 þúsund lopapeysur, og þá varð vörumerkið „Íslensk lopapeysa“ til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×