Fótbolti

Long hetja Íra gegn heimsmeisturunum | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Írar fagna marki Shane Long.
Írar fagna marki Shane Long. Vísir/getty
Shane Long tryggði Írlandi frækinn 1-0 sigur á heimsmeisturum Þýskalands í D-riðli undankeppni EM 2016 í Dublin í kvöld.

Með sigrinum eru Írar öruggir með sæti í umspili um sæti á EM en þeir gætu einnig komist beint í lokakeppnina með sigri á Pólverjum í lokaumferðinni á sunnudaginn.

Skotar eiga ekki lengur möguleika á að komast á EM en þeir gerðu 2-2 jafntefli við Pólverja á Hampden Park í Glasgow í kvöld.

Robert Lewandowski skoraði bæði mörk Pólverja en hann er markahæstur í undankeppninni með 12 mörk.

Pólland er með 18 stig í 2. sæti en liðinu nægir stig gegn Írum í lokaumferðinni til að tryggja sér farseðilinn til Frakklands. Þjóðverja vantar sömuleiðis bara eitt stig til að tryggja sér sæti í lokakeppninni en þeir mæta Georgíu, sem vann 4-0 sigur á Gíbraltar fyrr í dag, í lokaumferðinni.

Mörkin úr leikjunum þremur má sjá hér að neðan.

D-riðill:

Írland 1-0 Þýskaland

1-0 Shane Long (70.).

Skotland 2-2 Pólland

0-1 Robert Lewandowski (3.), 1-1 Matt Ritchie (45.), 2-1 Steven Fletcher (62.), 2-2 Lewandowski (90+4).

Georgía 4-0 Gíbraltar

1-0 Mate Vatsadze (29.), 2-0 Tornike Okriashvili, víti (34.), 3-0 Vatsadze (45.), 4-0 Valeri Kazaishhvili (87.).

Írland 1-0 Þýskaland Skotland 2-2 Pólland Georgía 4-0 Gíbraltar

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×