Fótbolti

Long bjargaði stigi fyrir Írland | Illa gengur hjá Grikkjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Peszko fagnar marki sínu.
Peszko fagnar marki sínu. vísir/getty
Shane Long bjargaði stigi fyrir Írland í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016, en Norður-Írland gerði 1-1 jafntefli við Póllands. Ungverjaland og Grikkland skildu jöfn í hinum leik kvöldsins.

Pólland er eftir leikinn á toppnum með ellefu stig, en Írland er í fjórða sætinu með átta stig.

Ungverjaland og Grikkir gerðu markalaust jafntefli. Grikkir eru einungis með tvö stig eftir fimm leiki í riðlinum og eru á botninum. Slakt hjá Grikkjum sem töpuðu meðal annars fyrir Færeyingum. Ungverjar eru í þriðja sæti.

Ungverjaland - Grikkland 0-0

Írland - Pólland 1-1

0-1 Slawomir Peszko (26.), 1-1 Shane Long (90.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×