Erlent

Lönd vilja gögn um notendur

AP/Óli Kristján Ármannsson skrifar
Frá afkomufundi Twitter.
Frá afkomufundi Twitter.
Netsamfélagsmiðillinn Twitter segir að beiðnum ríkja um upplýsingar um notendur Twitter hafi fjölgað mjög síðustu sex mánuði.

Meira en helmingur beiðnanna hafi komið frá Bandaríkjunum.

Í bloggfærslu Twitter Inc. í gær sagði að á fyrstu sex mánuðum ársins hefðu borist 2.058 beiðnir frá 54 löndum, þar af átta löndum sem ekki höfðu áður beðið um gögn.

Á seinni helmingi 2013 bárust fyrirtækinu 1.410 beiðnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×