Innlent

Lömuð frá brjósti eftir sex metra fall við vinnu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Austurvegur 38 en slysið varð á svölum á bakhlið hússins.
Austurvegur 38 en slysið varð á svölum á bakhlið hússins. Mynd af Já.is
Þrítug kona sem féll niður um neyðarop af svölum í rúmlega sex metra hæð á vinnustað sínum á Selfossi á mánudagskvöldið er alvarlega slösuð. Kraftaverk þykir að hún hafi lifað fallið af en hún er lömuð frá brjósti og niður. RÚV greindi fyrst frá.

Lögreglan á Suðurlandi er með málið til rannsóknar í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins en konan var í vinnu þegar slysið gerðist. Gekk hún út á svalir hússins sem stendur við Austurveg 38 en þar er op í gólfi, sem notast sem neyðarútgangur.

Engin rist var yfir opinu og snýr rannsókn lögreglu og vinnueftirlitsins að því hvort vörnum hafi verið ábótavant. Fallið af svölunum er 6,30 metrar og urðu vitni að slysinu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Svalirnar eru á bakhlið hússins.

Konan bæði höfuðkúpubrotnaði og kinnbeinsbrotnaði en hún mun koma til með að vera lömuð frá bjósti. Hún er enn í öndunarvél og lífshættu. Hún hefur verið við meðvitund nær allan tímann og getur tjáð sig með táknum samkvæmt upplýsingum frá foreldrum konunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×