Körfubolti

Loksins unnu Hörður og félagar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður í landsleik.
Hörður í landsleik. vísir/daníel
Mitteldeutscher, lið Harðars Axels Vilhjálmssonar, vann góðan sigur á Medi Bayreuth í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 73-65.

Heimamenn í Mitteldeutscher byrjuðu betur og voru átta stigum yfir í hálfleik, 40-32. Þeir héldu svo uppteknum hætti í þeim síðari og unnu að lokum x stiga sigur þrátt fyrir að hafa gefið eftir í lokaleikhlutanum.

Hörður Axel spilaði tæpar 29 mínútur, en hann skoraði sjö stig og hitti úr öllum sínum skotum. Hann tók fjögur fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal tveimur boltum.

Þetta var fyrsti leikurinn sem Mitteldeutscher vinnur í síðustu sjö leikjum. Þeir hafa sætaskipti við Medi Bayereuth með sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×