Innlent

Loks þokar í samkomulagsátt

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Samninganefnd ríkisins hefur fengið rýmra umboð í samningaviðræðum við lækna og virðist í fyrsta sinn í langan tíma eitthvað þokast áfram í samkomulagsátt í deilunni. Forstjóri Landspítalans segir það áhyggjuefni að tveir læknar hafa þegar sagt upp störfum á spítalanum vegna stöðu kjaramála.

Saminganefndir almennra lækna og ríksins hittust á samningafundi í Karphúsinu í dag. Þetta er þriðji fundur deiluaðila í vikunni en það eru fleiri fundir en síðustu vikurnar. Þar sem samninganefndirnar eru að ræða örar saman en áður virðist eitthvað vera að þokast áfram. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk samninganefnd ríksins í vikunni rýmra umboð í samningaviðræðunum og kynnti meðal annars hugmyndir fyrir saminganefnd lækna sem hún hefur verið aðfara yfir. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna, sagði samningafundinn í dag hafa gengið ágætlega en enn sé nokkuð í að samningar takist. 

„Við erum að skoða efnisleg atriði og erum að henda þeim aðeins á milli okkar en erum ekki með tilboð í vinnslu,“ segir Sigurveig. Aðspurð um það hvort að eitthvað þokist í deilunni segir Sigurveig „ Við værum ekki að tala saman nema það væri eitthvað sem væri vert að skoða.“

Tveir læknar hafa sagt upp á Landspítalanum vegna stöðu kjaramála. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir það áhyggjuefni. Hann viti ekki af því að fleiri uppsagnir séu væntanlegar. Hann segir verkfallið hafa haft mikil áhrif á starfsemi spítalans enda hafi rúmlega fjögur hundruð aðgerðum verið frestað og yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum.

Næsti samningafundur í deilu almennra lækna og ríksins hefur verið boðaður á mánudaginn.

Tengdar fréttir

Læknar munu segja upp semjist ekki fyrir áramót

Formaður samninganefndar lækna segir mikla hættu á að fjöldi lækna segi upp störfum hjá spítalanum verði ekki samið fyrir áramót. Verkfallsaðgerðir lækna hefjast á ný á miðnætti í kvöld, þar sem læknar á rannsóknar, kvenna- og barnadeildum Landspítalans leggja niður störf.

Lausn á kjaradeilu lækna ekki í augsýn

Fundur milli samninganefndar Læknafélagsins og ríkisins verður haldinn klukkan fjögur. Litlar líkur á að ný spil verði lögð á borðið á fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×