Enski boltinn

Loks sigur á útivelli hjá Manchester United | Sjáið mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gibbs skorar sjálfsmark
Gibbs skorar sjálfsmark vísir/getty
Manchester United gerði sér lítið fyrir og lagði Arsenal 2-1 á Emirates leikvanginum í Lundúnum í kvöld í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Þetta var fyrsti sigur Manchester United á útivelli undir stjórn Louis van Gaal.David de Gea markvörður liðsins hélt liðinu inni í leiknum áður en Kieran Gibbs varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 56. mínútu.

Arsenal sótti án afláts eftir mark Manchester United en allt kom fyrir ekki því gestirnir frá Manchester vörðust vel.

Það var svo fyrirliðinn Wayne Rooney sem virtist gera út um leikinn á 85. mínútu eftir góða skyndisókn þegar flestir leikmenn Arsenal voru komnir í sóknina.

Alls var átta mínútum bætt við venjulegan leiktíma og fékk Ángel Di María dauðafæri til að gera endanlega út um leikinn rétt áður en Oliver Giroud minnkaði muninn á 95. mínútu. Arsenal náði ekki að skapa sér færi til að jafna leikinn.

Manchester United lyfti sér upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið er með 19 stig í 12 leikjum, tveimur stigum meira en Arsenal sem er í 8. sæti.



Manchester United kemst yfir: Rooney bætir við marki: Giroud minnkar muninn:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×