Fótbolti

Lokeren úr leik | Rýr uppskera hjá Rapid Vín

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar stýrði Lokeren í fjórða sinn í kvöld.
Rúnar stýrði Lokeren í fjórða sinn í kvöld. vísir/getty
Íslendingaliðið Lokeren er úr leik í belgísku bikarkeppninni í fótbolta eftir 1-0 tap fyrir Gent á útivelli í kvöld.

Sverrir Ingi Ingason og Ari Freyr Skúlason voru báðir í byrjunarliði Lokeren og léku allan leikinn.

Lokeren vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Rúnars Kristinssonar í síðasta leik en tókst ekki að fylgja honum eftir gegn sterku liði Gent í kvöld.

Arnór Ingvi Traustason kom inn á sem varamaður strax á 13. mínútu þegar Rapid Vín gerði 1-1 jafntefli við botnlið Mattersburg á útivelli í austurrísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Rapid Vín hefur gengið illa að undanförnu og uppskeran í síðustu fjórum deildarleikjum er aðeins eitt stig. Liðið er í 7. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 17 umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×