Fótbolti

Lokeren leyfði Sverri Inga að byrja að æfa með Granada | Myndir og myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason stóðst læknisskoðun hjá spænska úrvalsdeildarfélaginu  Granada CF í gær og er nú byrjaður að æfa með félaginu.

Lokeren og Granada CF eiga reyndar eftir að ganga frá kaupunum en belgíska félagið leyfði Sverri Inga Ingasyni engu að síður að hefja æfingar með spænska félaginu í dag.

Talið er að Granada CF borgi Belgunum um 230 milljónir íslenskra króna fyrir íslenska landsliðsmanninn. Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum í kringum samninginn.

Sverrir Ingi er 23 ára gamall miðvörður frá Kópavogi sem spilaði með Breiðabliki áður en hann fór út í atvinnumennsku.

Sverrir er búinn að fara yfir málin með knattspyrnustjóranum Lucas Alcaraz og var mættur í bleikt á æfingu liðsins í dag. Fyrsti leikur Sverris Inga gæti verið í Barcelona en Granada spilar við Espanyol um næstu helgi.

Sverrir Ingi var á sínu þriðja tímabili með Lokeren en hann kom til félagins frá norska félaginu Viking árið 2014.

Granada CF birti myndir og myndband af Sverri Inga á æfingunni á Twitter-síðu sinni og má sjá þær hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×