Innlent

Lokatölur úr Reykjavík suður: Lilja nær inn á þing fyrir Framsókn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lilja er á leiðinni á þing fyrir Framsóknarflokkinn.
Lilja er á leiðinni á þing fyrir Framsóknarflokkinn. Vísir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins verður þingmaður á næsta kjörtímabili. Þetta varð ljóst eftir að lokatölur bárust úr Reykjavíkurkjördæmi suður nú á sjötta tímanum.

Framsókn er með 7,4 prósent í kjördæminu en Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn með 25,6 prósent atkvæða. Samfylkingin fær 5,6 prósent og er Össur Skarphéðinsson því ekki inni en hann gæti dottið inn sem jöfnunarþingmaður þegar líður á morguninn.

Kjörsókn í kjördæminu var tæp 79 prósent. Næststærsti flokkurinn í Reykjavík suður er Vinstri græn með 17,6 prósent og þriðji stærsti flokkurinn er Píratar með 17,3 prósent. 

Hér fyrir neðan má sjá grafík yfir lokatölur í kjördæminu og þingmenn næsta kjörtímabils.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×