Innlent

Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Tveir aðstoðarmenn ráðherra orðnir þingmenn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Teitur Björn Atlason er aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gísladóttir er aðstoðarmaður Ólafar Nordal
Teitur Björn Atlason er aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gísladóttir er aðstoðarmaður Ólafar Nordal
Lokatölur liggja nú fyrir í Norðvesturkjördæmi og ljóst er að Píratar enda með tíu þingmenn á landsvísu, jafnmarga og Vinstri græn. Lokatölur bárust rétt um klukkan níu.

Kjörsókn var 81,2 prósent og er Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kjördæminu með 4951 atkvæði eða 29,5 prósent. Framsóknarflokkurinn mælist næst stærstur í kjördæminu með 3482 atkvæði 20,8 prósent.

Píratar hlutu 1823 atkvæði eða 10,9 prósent. Þau fá einn þingmann af átta í kjördæminu og er það Eva Pandora Baldursdóttir, oddviti flokksins í kjördæminu.

Nú liggja lokatölur fyrir á landsvísu og er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn á þingi með 29 prósent atkvæða á landsvísu. Vinstri græn koma þar á eftir með 15,9 prósent atkvæða á landinu öllu og þá koma Píratar með 14,5 prósent. 

Framsókn og Samfylkingin tapa miklu á landsvísu og hlýtur Samfylkingin nú sína verstu kosningu í sögunni, Framsókn með 11,5 prósent og Samfylkingin með 5,7 prósent. Björt framtíð hlaut 7,2 prósent atkvæða og Viðreisn 10,5 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×