Lokatölur í Norđaustur: Samfylking heldur einum manni

 
Innlent
07:23 30. OKTÓBER 2016
Allar líkur eru á ađ Logi Einarsson verđi eini ţingmađur Samfylkingarinnar í Norđausturkjördćmi
Allar líkur eru á ađ Logi Einarsson verđi eini ţingmađur Samfylkingarinnar í Norđausturkjördćmi

Logi Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi er eini kjördæmiskjörni þingmaður flokksins eins og staðan er núna. Ólíklegt er að Samfylkingin nái inn jöfnunarþingmanni í kjördæminu. Samfylkingin hlaut 1816 atkvæði í kjördæminu eða 8 prósent.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í kjördæminu og hlaut 6014 atkvæði eða 26,5 prósent. Næst stærsti flokkurinn í kjördæminu er Framsóknarflokkurinn með 4542 atkvæði eða 20 prósent. Björt framtíð hlaut 774 atkvæði eða 3,4 prósent og nær ekki manni inn á þing. Þá hlaut Viðreisn 1482 atkvæði eða 6,5 prósent og samkvæmt því nær Benedikt Jóhannesson, formaður flokksins, sæti sem jöfnunarþingmaður.Lokatölur í Norđaustur: Samfylking heldur einum manni
STÖĐ2/GRAFÍK

Eins og tölurnar standa núna er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn á þingi með 28,9 prósent atkvæða á landsvísu. Vinstri græn koma þar á eftir með 16,3 prósent atkvæða á landinu öllu og þá koma Píratar með 14,6 prósent. Samkvæmt þessu er möguleiki á að mynda tveggja flokka ríkisstjórn, en það hefur ekki verið ljóst undir morgun. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Lokatölur í Norđaustur: Samfylking heldur einum manni
Fara efst