Innlent

Loka­tölur frá Akur­eyri: Meiri­hlutinn heldur og Mið­flokkurinn nær manni inn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hér má sjá bæjarfulltrúa á Akureyri á komandi kjörtímabili.
Hér má sjá bæjarfulltrúa á Akureyri á komandi kjörtímabili. vísir/Gvendur
Úrslit liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri.

Meirihluti Framsóknar, L-listans og Samfylkingarinnar heldur velli með sex bæjarfulltrúa af ellefu.

Akureyri er fjórða stærsta bæjarfélag landsins.vísir/hjalti
Á kjörskrá voru 13.708 manns. 9.083 greiddu atkvæði og var kjörsókn 66,3 prósent. Auðir seðlar voru 319 og ógildir 37. 

Gild atkvæði skiptast svona á milli flokkanna sem voru í framboði:

 

Framsóknarflokkurinn hlaut 1.530 atkvæði eða 17,1 prósent.

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 1.998 atkvæði eða 22,2 prósent.

L-listinn hlaut 1.828 atkvæði eða 21,2 prósent.

Miðflokkurinn hlaut 707 atkvæði eða 8,3 prósent.

Píratar hlutu 377 atkvæði eða 4,3 prósent.

Samfylkingin 1.467 atkvæði eða 17,5 prósent.

Vinstri græn hlutu 880 atkvæði eða 9,4 prósent.

Sjálfstæðisflokkurinn fær þrjá fulltrúa, Framsóknarflokkurinn tvo, Samfylkingin tvo og L-listinn tvo. 

Miðflokkurinn og Vinstri græn fá einn fulltrúa hvor.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×