Bíó og sjónvarp

Lokar senn fyrir umsókir

guðrún ansnes skrifar
Gylti Lundinn. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi í menningardagatali landans.
Gylti Lundinn. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi í menningardagatali landans. mynd/aðsend
Umsóknarfrestur til að sækja um þátttöku á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF 2015, er senn á enda, en síðustu forvöð til að skrá framlag er til 15. júlí næstkomandi. Fer hátíðin fram í tíunda skiptið nú í ár og er einhver stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburður sem haldinn er hér á landi ár hvert.

Umsóknarferlið fer fram á heimasíðu hátíðarinnar, riff.is, og er gagnvirkt, og má nálgast allar reglur varðandi þátttöku á sömu síðu.

Er sérstaklega auglýst eftir íslenskum stuttmyndum.

Sigurmyndin hlýtur verðlaun úr minningarsjóði Thors Vilhjálmssonar.

Hátíðin fer fram dagana 24. september til 4. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×