Innlent

Lokanir á leiðum við höfuðborgarsvæðið vegna veðurs

Birgir Olgeirsson skrifar
Skil lægðarinnar þokast inn á landið.
Skil lægðarinnar þokast inn á landið. Vísir/Pjetur
Færð á vegum á höfuðborgarsvæðinu hefur raskast að hluta til vegna veðurs í dag og lokanir þegar komnar í gang að sögn lögreglu. Búið er að loka:

Suðurlandsvegi við Rauðavatn

Mosfellsheiði við Gljúfrastein

Kjalarnes við Þingvallaveg og

Kjalarnes við Grundarhverfi.

Fært er á Suðurland um Reykjanesbraut og Suðurstrandarveg – Vegagerðin er með tvö tæki á þeim vegi.

Samkvæmt ábendingu frá Veðurfræðingi sem má finna inni á vef Vegagerðarinnar þá þokast skil lægðarinnar nú inn á landið og um landið norðanvert hvessir í kvöld og víða með ofankomu, einkum austan- og norðaustanlands þar sem verður stórhríð fram á morgun. Eins blindhríð meira og minna frá því í kvöld á Ströndum og norðan til á Vestfjörðum. Suðvestanlands hlánar á láglendi. Lægir mikið og rofar til á milli kl. 20 og 22. Suðaustanlands hins vegar ekki fyrr en eftir miðnætti.

Inni á vef Vegagerðarinnar má einnig finna upplýsingar um lokanir:

Búið er að loka þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Einnig er búið að loka Sandskeiði, Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Lokað er á Fróðárheiði.

Nú er einnig búið að loka Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Gert er ráð fyrir að veðurhæð nái hámarki um kvöldmatarleytið. Upplýsingar verða uppfærðar kl. 19:30.

Færð á vegum hefur raskast að hluta til og lokanir þegar komnar í gang. Búið er að loka:Suðurlandsvegi við Rauð...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Thursday, February 4, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×