Innlent

Lokað um Holtavörðuheiði vegna veðurs

Einnig er lokað um Siglu­fjarðar­veg og Súðavík­ur­hlíð vegna snjóflóða.
Einnig er lokað um Siglu­fjarðar­veg og Súðavík­ur­hlíð vegna snjóflóða. Vísir/TLT
Lokað er um Siglufjarðarveg og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóða. Einnig er lokað um Holtavörðuheiði en vegfarendum er bent á að vegir nr. 59 og 60 Laxárdalsheiði og Brattabrekka eru opnir og þar er hálka, snjóþekja og þungfært, skafrenningur og mikið hvassviðri. 

Færð og aðstæður

Hálka og skafrenningur er á Sandskeiði og í Þrengslum en snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði. Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir en þó sumstaðar snjóþekja.

Áframhaldandi hálka og hálkublettir eru svo á Vesturlandi og sumstaðar éljagangur eða skafrenningur og mikið hvassviðri. Lokað er um Holtavörðuheiði en vegfarendum er bent á að vegir nr. 59 og 60 Laxárdalsheiði og Brattabrekka eru opnir og þar er hálka, snjóþekja og þungfært, skafrenningur og mikið hvassviðri.

Á Vestfjörðum er ófært um Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda og Klettsháls. Þá er hálka, snjóþekja og þæfingsfærð á Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði en einnig einhver él eða skafrenningur. Snjóþekja og þæfingur er annars víðast hvar á láglendi. Þungfært og mikið hvassviðri er á Innstrandavegi.

Snjóþekja eða hálka og mikið hvassviðri er á flestum aðalleiðum á Norðurlandi vestra en þó er ófært um Þverárfjall.

Norðaustanlands er einnig snjóþekja, hálka, þæfingsfærð og éljagangur eða skafrenningur víðast hvar.

Á Austurlandi er snjóþekja eða skafrenningur á Möðrudalsöræfum en annars er hálka eða hálkublettir á flestum öðrum leiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×