Innlent

Lokað á Holtavörðuheiði

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/GVA
Lokað er á Holtavörðuheiði og yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Einnig er lokað um Fjarðarheiði. Hálka eða hálkublettur er á Hellisheiði en hálka á Sandskeiði og í Þrengslum. Annars er hálka eða hálkublettir á Suðurlandi.

Þá er hálka eða hálkublettir víða á Vesturlandi en á Snæfellsnesi er ófært yfir Fróðárheiði. Á Norðurlandi er ófært á Þverárfjalli og Fljótsheiði og einnig er ófært á Hálsum, Hólaheiði og Brekknaheiði en þungfært er á Sandvíkurheiði.

Á  Vestfjörðum er hálka og snjóþekja og sumstaðar þæfingur. Ófært er á Klettsháls og Þröskuldum.

Á Austurlandi er lokað um Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði en ófært er um Vatnsskarð eystra. Þungfært og skafrenningur er á Fagradal,  Autt er víða með suðaustur ströndinni en þó eru hálkublettir á köflum og jafnvel skafrenningur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×