Innlent

Loka göngustígum við Skógafoss

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mikil aurbleyta er á göngustígum við Skógafoss eins og sést á þessari mynd.
Mikil aurbleyta er á göngustígum við Skógafoss eins og sést á þessari mynd. mynd/umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun hefur brugðið á það ráð að loka einstaka göngustígum við Skógafoss á Suðurlandi vegna mikils álags á stíganna í vætutíð og hlýindum undanfarið, en desembermánuður hefur verið óvenju hlýr um allt land.

Í færslu á Facebook-síðu stofnunarinnar kemur fram að aurbleyta sé á stígunum og þeim sé því lokað en einnig er það gert til að draga úr skemmdum á gróðri þar sem gengið er utan þeirra.

Þá eru framkvæmdir hafnar á Skógaheiði við uppbyggingu göngustíga og á meðan er stígurinn þar lokaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×