Golf

Loka 66 golfvöllum í Kína

vísir/getty
Kínversk stjórnvöld virðast ekki vera allt of hrifin af uppgangi golfíþróttarinnar í landinu.

Nú hefur landbúnaðarráðherra landsins látið loka 66 golfvöllum í landinu sem hann segir vera ólöglega.

Stjórnvöld hafa barist gegn uppgangi golfíþróttarinnar sem þeir segja að tengist auðkýfingum og ríku fólki á Vesturlöndum of mikið. Lífsstíll sem er ekki vinsæll hjá stjórnvöldum.

Stjórnvöld segja að vellirnir hafi verið ólöglega byggðir.

Þó svo golfið sé litið hornauga í Kína þá skrifaði Dan Washburn í bók á sínum tíma að stjórnmálamenn í landinu spiluðu reglulega golf undir dulnefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×