Innlent

Lögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig um mál stúlku sem var látin afklæðast í fangaklefa á Akranesi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stúlkan var vistuð í fangaklefa á Akranesi þar sem lögreglan framkvæmdi líkamsleit á henni.
Stúlkan var vistuð í fangaklefa á Akranesi þar sem lögreglan framkvæmdi líkamsleit á henni. fréttablaðið/gva
Lögreglustjórinn á Vesturlandi hyggst ekki tjá sig um mál 16 ára stúlku sem stefnt hefur íslenska ríkinu vegna líkamsleitar sem lögreglan á Vesturlandi framkvæmdi á stúlkunni í kjölfar þess að hún var handtekin ásamt öðrum ungmennum og lokuð inn í fangaklefa á Akranesi ásamt annarri stúlku.

Í klefanum framkvæmdi lögregluþjónn líkamsleit á stúlkunni að hinni viðstaddri og var henni skipað að klæða sig úr öllum fötum. Stúlkan hlýddi því og stóð nakin í fangaklefanum. Því næst var hún beðin að beygja sig fram og lögregluþjónn skoðaði kynfæri hennar og rass, án snertingar.

Áður en þetta átti sér stað var hvorki haft samband við foreldra stúlkunnar, né barnavernd.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi kemur fram að sá lögreglumaður sem leitaði á stúlkunni hafi verið kona. Þá segir jafnframt:

„Samkvæmt fréttum í fjölmiðlum hefur stúlkan stefnt íslenska ríkinu en lögreglustjóra er að öðru leyti ekki kunnugt um málarekstur. Venja er að ríkislögmaður afli umsagnar lögreglustjóra um kröfur og málatilbúnað stefnanda.  

Lögreglustjóri mun ekki tjá sig um málið í fjölmiðlum en hefur tekið málið til sérstakrar skoðunar.“


Tengdar fréttir

Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi

Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×