Erlent

Lögreglumenn sárir í Charlotte mótmælum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Tólf lögreglumenn særðust í mótmælum í fyrrinótt í bænum Charlotte í Norður-Karólínu. Mikill mannfjöldi var að mótmæla lögregluofbeldi.

Fyrr um daginn hafði lögreglumaður banað óvopnuðum, þeldökkum manni. Keith Lamont Scott hét hann og var 43 ára.

Lögreglan sagði í fyrstu að Scott hefði verið vopnaður en ættingjar hans sögðu hann hafa verið með bók í hönd, ekki byssu.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×