Lífið

Lögreglumenn leyfðu risakyrkislöngu að komast yfir veginn

Birgir Olgeirsson skrifar
Myndin sem lögreglumenn tóku af slöngunni.
Myndin sem lögreglumenn tóku af slöngunni. QUEENSLAND POLICE
Fimm metra löng kyrkislanga hefur vakið athygli fjölmiðla um víða veröld. Það voru lögreglumenn í Ástralíu sem komu auga á slönguna á vegi við hefðbundið eftirlit í dreifbýli um 120 kílómetrum norður af áströlsku borginni Cairns.

Ákváðu lögreglumennirnir að bíða eftir að slangan færi af veginum en gripu tækifærið og smelltu af nokkrum myndum. Þeir sögðu slönguna ekki hafa verið hrifna af afskiptum lögreglunnar og forðað sér af veginum.

Um er að ræða tegund af kyrkislöngum sem er sú stærsta í Ástralíu. Hún finnst vanalega í regnskógum og er ekki talin hættuleg mönnum, þó svo að hún eigi það til að bíta. Hún veiðir aðallega fugla og minni spendýr sér til matar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×