Innlent

Lögreglumenn hlupu uppi 17 ára dreng

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/GVA
Brunaboð bárust frá Hæstarétti um klukkan fjögur í nótt og fóru lögregla og slökkvilið á vettvang. Engin eldur fannst í húsinu og engin reykjarlykt fannst heldur og er nú verið að rannsaka hvers vegna viðvörunarkerfið fór í gang.

Lögregla stöðvaði bíl í Breiðholti við venjulegt eftirlit um eitt leitið í nótt, en ökumaðurinn tók til fótanna og reyndi að stinga af. Lögreglumenn hlupu hann uppi og reyndist hann vera 17 ára , líkt of fjórir farþegar í bílnum.

Ökumaðurinn ungi er grunaður um fíkniefnaakstur. Málið var tilkynnt forráðamönnum unglinganna og barnaverndaryfirvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×