Fótbolti

Lögreglumaður skoraði fyrsta mark Gíbraltar | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gíbraltar skoraði sitt fyrsta mark í sögu knattspyrnu landsliðsins þegar Lee Casciaro jafnaði gegn Skotlandi. Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi árið 2016.

Þetta er í fyrsta skipti sem Gíbraltar tekur þátt í undankeppni UEFA, en þeir voru samþykktir inn í sambandið á dögunum.

Fyrir leikinn höfðu Gíbralta-menn ekki skorað mark og tapað öllum leikjum sínum, samanlagt með markatöluna 0-21.

Það var hins vegar lögreglumaðurinn Lee Casciaro sem skoraði fyrsta mark þeirra, en hann jafnaði metin í 1-1. Skotar voru ekki lengi að bæta úr því og staðan var 4-1 í hálfleik.

Markið má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×