Erlent

Lögreglumaður greip barn sem féll af þriðju hæð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögreglumennirnir höfðu hraðar hendur.
Lögreglumennirnir höfðu hraðar hendur. Vísir/Skjáskot
Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar barn féll fram af svölum á þriðju hæð húss í egypsku borginni Asyut. Lögreglumaður, sem starfaði við öryggisgæslu í banka á jarðhæð hússins, greip barnið þegar það féll til jarðar.

Myndband af atvikinu hefur vakið mikla athygli á netinu síðustu daga en lögreglumaðurinn, ásamt tveimur samstarfsmönnum sínum, hafði hraðar hendur þegar hann kom auga á barnið.

Í stuttri frétt breska ríkisútvarpsins af atvikinu segir að barnið hafi sloppið ómeitt og þá hlaut lögreglumaðurinn aðeins minniháttar meiðsl. Myndbandið af björguninni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×