Erlent

Lögreglukona ákærð fyrir manndráp

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lögregla beitti rafbyssu á Crutcher áður en hún skaut hann.
Lögregla beitti rafbyssu á Crutcher áður en hún skaut hann. vísir/epa
Lögreglukona í Tulsa í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir manndráp. Hún er grunuð um að hafa skotið svartan mann til bana í síðustu viku hvar hann stóð við hliðina á biluðum bíl sínum á hraðbraut í ríkinu, óvopnaður.

Maðurinn hét Terrence Crutcher. Lögregluyfirvöld greindu frá því fyrir helgi að skotið hefði verið á hann því hann hafi neitað að fylgja fyrirmælum, meðal annars þegar honum var skipað að setja hendur fyrir ofan höfuð.

Betty Shelby hefur verið ákærð fyrir morð eftir að hafa skotið óvopnaðan mann til bana.vísir/epa
Lögreglan birti svo myndband og hljóðupptöku af árásinni en þar sést að Crutcher fylgdi fyrirmælum lögreglunnar. Hins vegar beitti lögregla rafbyssu á hann áður en hún skaut hann. Hann lést af sárum sínum á sjúkrahúsi síðar um daginn.

Mikil ólga hefur verið í Bandaríkjunum að undanförnu. Í Charlotte í North-Carolina hefur lögregluofbeldi harðlega verið mótmælt eftir að svartur karlmaður, Keith Lamont Scott, var skotinn til bana. Tveggja sólarhringa útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Charlotte og þá hefur þjóðvarðliðið verið kallað til.

Myndbandið sem lögreglan birti má sjá hér fyrir neðan, en rétt er að vara viðkvæma við því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×