Innlent

Lögreglu tilkynnt um eignaspjöll á hóteli

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Lögreglunni bárust tvær tilkynningar um ofurölvaða menn í miðborg Reykjavíkur seinnipartinn í dag.
Lögreglunni bárust tvær tilkynningar um ofurölvaða menn í miðborg Reykjavíkur seinnipartinn í dag. Vísir/Pjetur
Tilkynnt var um eignaspjöll inni á hóteli í póstnúmeri 108 laust fyrir klukkan tvö í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir jafnframt að tvívegis hafi þurft að hafa afskipti af ölvuðum mönnum síðdegis í dag en annar þeirra var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar sem ekki var hægt að ræða við hann vegna vímunnar. Sá var í annarlegu ástandi og hafði meðal annars farið hnuplandi um verslanir miðborgarinnar.

Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið í Vallahverfi í Hafnarfirði. Skemmdir voru unnar á bifreiðinni og einhverjum verðmætum stolið úr henni.

Laust fyrir hádegi voru tveir ökumenn handteknir í árbæjarhverfi, annar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og hinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Voru báðir ökumennirnir frjálsir ferða sinna eftir blóðsýna- og skýrslutökur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×