Innlent

Lögreglan þurfti að stöðva partí og framkvæmdir í nótt

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Framkvæmdir eru víða um borg. Myndin tengist ekki útkalli lögreglunnar.
Framkvæmdir eru víða um borg. Myndin tengist ekki útkalli lögreglunnar. Vísir/Daníel
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að stöðva vegaframkvæmdir í miðborginni seint í gærkvöldi, eftir að íbúar í næsta nágrenni framkvæmdanna kvörtuðu yfir hávaða.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar. Einnig segir lögreglan frá því að hún hafi verið kölluð út til að leysa upp nokkur partí í höfuðborginni í gærkvöldi.

„Gleðskapur í heimahúsum er oft til ama fyrir nágranna og svo var í nokkrum tilvikum í nótt, en lögreglan leysti upp samkvæmi í miðborginni þar sem háreysti gesta hélt vöku fyrir nágrönnum. Í sama hverfi var kvartað undan vegaframkvæmdum um miðnætti og var þeim sem að því stóðu gert að hætta vinnu svo fólk fengi svefnfrið. Sem fyrr hvetur lögreglan fólk til að sýna tillitssemi og forðast að vera með hávaða sem kann að valda ónæði eða raska næturró manna,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×