Innlent

Lögreglan telur páskakanínuna hugsanlega dauða

Jakob Bjarnar skrifar
Lögreglan hefur á að skipa, innan sinna raða, gamansömum skríbentum sem stundum bregða á leik.
Lögreglan hefur á að skipa, innan sinna raða, gamansömum skríbentum sem stundum bregða á leik.
Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að hún hafi verið send að Stekkjarbakka þar sem ekið hafði verið á kanínur, eða eins og segir í skeyti lögreglunnar:

„Þarna höfðu þrjár kanínur hlotið sviplegan dauðdaga eftir að ekið hafði verið á þær. Er við vorum að taka þær kom fjöldinn allur af kanínum úr dalnum að okkur og fylgdist með. Í ljósi þessa mikla áhuga annarra kanína á atburðinum og þess hversu fáir dagar eru til páska er hugsanlegt að þarna hafi sjálf páskakanínan endað ævi sína. Við vonum samt ekki. Ekki talin þörf á frekari rannsókn.“

Vísir leyfir sér að setja fyrirvara við þar sem segir að hugsanlegt sé að „þarna hafi sjálf páskakanínan endað ævi sína,“ því lögreglan hefur innan sinna raða gamansama skríbenta sem stundum, milli þess sem alvaran blasir við, bregða á leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×