Enski boltinn

Lögreglan rannsakar morðhótanir sem Karius barst á samskiptamiðlum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Karius liggur á vellinum eftir leikinn á laugardag.
Karius liggur á vellinum eftir leikinn á laugardag. vísir/getty
Merseyside lögreglan hefur hafið rannsókn á morðhótunum sem Loris Karius, markverði Liverpool, barst eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardagskvöldið.

Karius gerði sig sekan um tvö skelfileg mistök. Hann kastaði boltanum í Benzema og inn er Real komst í 1-0 en síðar í leiknum missti hann skot Gareth Bale í netið. Liverpool tapaði leiknum 3-1.

Margir létu reiði sína ljós á samskiptamiðlum og þar fékk þýski markvörðurinn heldur betur að heyra það. Mörg ummælin voru ljót og lögreglan í Liverpool fylgist grannt með.

„Merseyside lögreglan getur staðfest það að við erum meðvitaðir um nokkur hatursfull ummæli gegn fótboltaleikmanni á samskiptamiðlum,” segir lögreglan í yfirlýsingu.

„Við tökum ummæli á samskiptamiðlum mjög alvarlega. Við viljum minna á það að illgjörn ummæli á samskptamiðlum og hótanir verða rannsakaðar.”


Tengdar fréttir

Karius bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar

Loris Karius átti slæman dag er Liverpool tapaði 3-1 fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Karius gerði slæm mistök í tveimur mörkum Real.

Karius: Við komum sterkari til baka

„Ég hef í rauninni ekkert sofið. Atvikin eru enn að renna í gegnum huga mér,“ segir Loris Karius, en hann gerðist sekur um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×