Erlent

Lögreglan mun ganga úr skugga um að ökumenn sem lenda í slysum hafi ekki verið í símanum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Viðbragðstími þeirra sem nota símann undir stýri sé fjórum sinnum lengri en annarra, samkvæmt opinberum breskum gögnum.
Viðbragðstími þeirra sem nota símann undir stýri sé fjórum sinnum lengri en annarra, samkvæmt opinberum breskum gögnum. Vísir/Getty
Lögreglan á Englandi mun nú kanna síma þeirra sem lenda í umferðarslysum. Gögn úr símanum verða könnuð, til að ganga úr skugga um að símar ökumanna hafi ekki verið í notkun áður en þeir lentu í slysum.

Þetta er liður í því að fækka umferðarslysum sem verða vegna þess að ökumenn eru að tala í farsíma sína eða nota þá til þess að senda skilaboð, skoða netið eða eitthvað slíkt.

Í breska miðlinum The Mirror, segir að í gögnum frá hinu opinbera í Englandi komi fram að viðbragðstími þeirra sem noti símann undir stýri sé fjórum sinnum lengri en annarra. Edmund King, formaður samtaka bifreiðaeigenda í Englandi, fangar þessu breytta vinnulagi lögreglunnar. „Svo virðist sem margir séu hreinlega háðir símanum sínum og verði alltaf að vera að skoða textaskilaboð eða annað á netinu,“ segir hann og bætir við:

„Við þurfum að ná tökum á þessu vandamáli og það er gert með hærri sektum og þyngri refsingum í bland við upplýsingaherferð.

Þetta breytta vinnulag lögreglunnar hefur verið gagnrýnt. Sumir telja að lögreglumenn muni verja of miklum tíma í rannsókna allra slysa auk þess sem einhverjir hafa áhyggjur af því að ökumenn sem lendi í slysi muni fá bílana sína afhenta miklu seinna en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×